Sýningin Upprisa var haldin í Deiglunni á Akureyri 31. október og 1. nóvember 2015.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfu og fletta á milli þeirra. Úr sýningarskrá:

 

Heitið Upprisa vísar til ferðar minnar til Finnlands síðasta sumar. Þar sótti ég Fri Akademi sem Norræna vatnslitafélagið stóð fyrir og varð fyrir hálfgerðri hugljómun. Málað var frá morgni til kvölds. Við Björn Bernström bjuggum saman í höll sumarlandsins og máluðum fram á rauða nótt. Það sem ég nam af honum sjá gestir sýningarinnar í flestum af þessum 20 nýju vatnslitamyndum en grunnurinn er þó heima í Eyjafirði hjá kennaranum Guðmundi Ármann.

–Ragnar Hólm 30. október 2015

 

Magnea J. Matthíasdóttir orti hæku að japönskum hætti við hverja mynd.

Þoka (Haust)
Þoka (Haust)

ástleitin þokan dansar léttstíg á bárum með hvítan skautfald

Dögun
Dögun

nýr dagur vaknar: dalalæðan skýlir enn augum raunheima

Moldhaugnaháls II
Moldhaugnaháls II

beint inn í fjallið! leiðin úr mannheimum greið - svo kemur beygja

Fífur
Fífur

fífur í mýri brúðarklæddar bíða þær komu kattarins

Hross
Hross

bíttu á jaxlinn! gæðingar öðlast nýtt líf sem byssur barna

Fjaran við Dalvík II
Fjaran við Dalvík II

svona tær spegill! í fjöru blika flísar úr gleymdum draumi

Fjaran við Dalvík
Fjaran við Dalvík

haf fjall og himinn: við enda fjöruslóðans bíður annað líf

Innbærinn
Innbærinn

haust frýs við vetur skæni á pollum brestur og brátt kviknar tungl

Fram Fjörðinn
Fram Fjörðinn

á bakvið fjöllin bíða ævintýralönd hérna býr hjartað

Háey
Háey

þerraðu tárin. má ekki landið máta vetrarkjólinn sinn?

Hörgárdalur II
Hörgárdalur II

börn fjallkonunnar kúra undir pilsfaldi grilla á kvöldin

Hörgárdalur
Hörgárdalur

reis upp einn daginn hristi snöggvast heimdragann hellti svo uppá

Bærinn í Brekkunni
Bærinn í Brekkunni

uppi í brekku er tónað um eilíft líf ég hlusta á blús

Mývatn
Mývatn

haustkyrrð við vatnið svalur blær strýkur vanga bakkarnir loga

Haust
Haust

logagyllt laufskrúð kveðjutár haustsins falla á grýttan vanga

Haust II
Haust II

blóðrauð reyniber höfug af sumarsælu skála við þresti

Oddeyri
Oddeyri

bærinn við sjóinn speglar sig í sólinni - hún í hafinu

Moldhaugnaháls
Moldhaugnaháls

beint inn í fjallið! leiðin úr mannheimum greið - svo kemur beygja

Stokkhólmur
Stokkhólmur

í stórborginni ráða mennirnir ríkjum og byggja sér fjöll

Eyjafjörður
Eyjafjörður

græn eins og vonin sigla ský um himininn með vetur um borð